Afmælisraðganga FFA þriðji áfangi 15. ágúst

3. áfangi - sunnudaginn 15. ágúst: Gengið úr Fnjóskadal austur í Bárðardal

Brottför kl. 8 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ósk Helgadóttir og Hermann R. Herbertsson. Með í för verður heimamaður úr Bárðardalnum sem fræðir okkur um sína heimahaga.
Verð: 8.000/6.500. Innifalið: Rúta, fararstjórn og leiðsögn.
Ekið austur í Fnjóskadal að eyðibýlinu Sörlastöðum. Gengið þaðan austur yfir Hellugnúpsskarð að Stóruvöllum í Bárðardal og að brúnni yfir Skjálfandafljót. Þangað sækir rúta hópinn. Staðkunnugir fararstjórar segja frá ýmsu áhugaverðu á leiðinni yfir í Bárðardal. Vegalengd: 14 km, lóðrétt hækkun: 330 m. Áætlaður ferðatími: 5-7 klst.

Þátttakendur í ferðum FFA eru minntir á að virða gildandi sóttvarnareglur og eins metra fjarlægð, gæta hreinlætis og hafa handspritt og grímur meðferðis.

Skráning