Almennur félagsfundur fimmtudaginn 8. janúar

Stjórn FFA óskar félögum og öðrum gleðilegs árs og þakkar fyrir samstarfið á liðnum árum.

Eins og undanfarin ár verður haldinn almennur félagsfundur í upphafi árs. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 8. janúar kl. 20.00 að Strandgötu 23.  Farið verður yfir helstu viðfangsefni sem framundan eru. Félagar eru hvattir til að mæta.