Áminning: Umsóknarfrestur fyrir skrifsofustarf að renna út

Fyrr í sumar auglýstum við lausa stöðu á skrifsofunni okkar frá og með 1. ágúst næstkomandi. Umsóknarfrestur rennur út á morgun, 30. júní og hvetjum við alla sem hafa áhuga á starfinu að senda inn umsókn.

Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan:

 

Ferðafélag Akureyrar

óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu sína frá og með 1. ágúst

 

Helstu verkefni:

  • Bókanir í skála og innheimta gistigjalda
  • Skráning í ferðir og að starta ferðum
  • Auglýsa ferðir
  • Samskipti við skálaverði
  • Upplýsingagjöf um skála félagsins, aðstæður á fjallvegum og fleira

 

Hæfniskröfur:

  • Menntun á sviði ferðaþjónustu eða reynsla af ferðaþjónustustörfum
  • Reynsla af skrifstofustörfum æskileg
  • Góð samskiptahæfni
  • Geta unnið undir álagi
  • Geta sýnt frumkvæði í starfi og sjálfstæð vinnubrögð
  • Enskukunnátta skilyrði

 

Um er að ræða fullt starf á sumrin, 1. maí til 30. ágúst og hálft starf á veturnar, 1. september til 30. apríl.

 

Umsækjendur sendi umsókn með upplýsingum um menntun, fyrri störf og meðmæli á skrifstofu FFA Strandgötu 23, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hilmar Antonsson, formaður, eftir kl. 19 í síma 862-3262. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu FFA í síma 462-2720 kl. 15-18 alla virka daga.

 

Umsóknarfrestur er til 30. júní næstkomandi.