Aukinn opnunartími skrifstofu vegna greiðslu félagsgjalda

Það er ánægjulegt hversu margir hafa nú þegar greitt árgjaldið vegna 2019 og komið á skrifstofuna til að sækja árbókina, félagsskírteini og Ferðir. Til að gera félagsmönnum, sem greitt hafa, auðveldara fyrir hefur verið ákveðið að hafa opið á skrifstofunni í hádeginu á virkum dögum á næstunni auk hins hefðbundna opnunartíma kl. 14:00-17:00