05.06.2006			
		Ferðafélag Akureyrar
	
	
				Sunnudaginn 11. júni verður farið í létta og þægilega göngu fram með bökkum Eyjafjarðarár, frá gömlu brúnum sunnan
við flugvöllinn að Hrafnagili. Skoðað verður fuglalífið á leiðinni undir leiðsögn fróðra manna.
Þetta er upplögð sunnudagsganga fyrir alla fjölskylduna.
Verð kr. 1.100 fyrir félagsmenn, en kr. 1.300 fyrir aðra.
Brottför frá skrifstofu FFA kl. 9.00.
Hægt er að skrá sig í ferðina í tölvupósti ffa@ffa.is eða í síma 462 2720.
Skrifstofa FFA, Strandgötu 23, er opin mánudaga - föstudaga frá kl. 16.00 – 19.00.