Börn og fjölskyldur í Kjarnaskógi - grillum og leikum saman
Mánudaginn 30. maí ætlar barna- og fjölskyldunefnd Ferðafélags Akureyrar að bjóða upp á grillaðar pylsur, leiki og spjall um barna- og fjölskylduferðir sumarsins.
Verðum á nýja grillsvæðinu við blakvöllinn í Kjarnaskógi kl. 17-18:30.
Öll börn velkomin í fylgd með foreldrum eða forráðamönnum.
Norðurorka styrkir barna- og fjölskyldustarf FFA 2022.