COVID-2019 / Ferðir á vegum FFA næstu vikurnar

Í dag ríkja sérstakar aðstæður í þjóðfélaginu. Engu að síður er útivist og hreyfing mikilvæg, kannski enn mikilvægari nú en nokkru sinni. Ferðafélag Akureyrar ætlar því að halda áætlun næstu vikurnar og fara í þær göngur sem eru á dagskrá. Sama á við um vikulegar göngur Tökum skrefið, þær verða áfram.

Fólk er þó hvatt til að mæta ekki ef það er með einkenni flensu og við minnum alla á að fylgja leiðbeiningum um sýklavarnir.

Farið er frá húsnæði FFA við Strandgötu á einkabílum en ekki sameinast í bíla eins og verið hefur.

FFA fylgist vel með leiðbeiningum frá Embætti landlæknis, virðir þær, lagar dagskrá og ferðir að þeim og auglýsir breytingar þegar þær verða.