Dreki heimsóttur á Góu

Um liðna helgi var farin vinnu og eftirlitsferð í Dreka. Þrátt fyrir nokkuð hvassa veðurspá var haldið af stað og gekk spáin eftir hvasst var en að öðruleit var veðrið ekki til vandræða. Greiðlega gekk að komast í Lindir en þar blasti við frekar ófögur sjón Strýta hálf á kafi í ís. Ekkert hægt að gera nema þá að skoða þetta nánar í björtu á heimleið. Áfram var haldið í Dreka og komið þangað upp úr miðnætti og þægilegt að koma í volgan skálann  (+6°C) því hópur var búin að gista þar nóttina áður. Allt var í góðu standi á Drekasvæðinu en settir voru nýjir gluggahlerar fyrir Gamla Dreka skipt um borð þar inni og svo settur upp lyklalás. Á heimleið var svo stoppað við Strýtu og tekið frá gluggum til að sjá inn en þá kom í ljós að ca. 10 cm þykkur ís á gólfum og ekki hægt að komast inn því hurðin opnast inn. Myndir á myndasíðu segja meira en mörg orð lítill snjór er þarna á svæðinu og ekki að sjá að að nein fyrirstaða hafi orðið sem hafi valdið þessu flóði heldur hafi vatn runnið ofanfrá og myndað þessa ísbreiðu. Heimferð gekk svo að óskum Lindaá opin að venju en Grafarlandaá ekin á ís.