Eldur og ís í Ódáðahrauni

Haukur Jóhannesson jarðfræðingur og fyrrv. forseti Ferðafélags Íslands heldur myndasýningu um Ódáðahraun mánudaginn 14. nóvember nk.

 Sýningin verður í Ketilhúsinu í Listagilinu, Akureyri og hefst kl. 20.00
 Haukur mun fjalla um jarðfræði Ódáðahrauns í máli og myndum. Hann mun sýna myndir af 10 þúsund ára gömlum ís sem nýlega fannst í Dyngjufjöllum. Einnig verða sýndar myndir af fáförnum slóðum í Herðubreiðarfjöllum og af sjaldséðum jarðhitafyrirbærum á Fremrinámum.

 Aðgangseyrir kr. 650

 

Allir velkomnir