Barna- og fjölskylduferð. Hrekkjavökuganga

Barna- og fjölskylduferð. Hrekkavökuganga

Fararstjórn: Barna- og fjölskyldunefndin
Mæting við Kjarnakot.
Í tilefni að hrekkjavöku verður boðið upp hrekkjavökuviðburð í samvinnu við Skógræktarfélag Eyfirðinga. Ákveðnum göngustíg í Kjarnaskógi verður breytt í hrekkjavökustíg og aldrei að vita nema að sjáist til einhverra kynjavera. Þátttakendur eru hvattir til að mæta í búningi. Mikilvægt er að klæða sig vel, vera í góðum skóm, taka með sér góða skapið og vasaljós. Gönguslóðin verður opin í eina klukkustund, frá kl. 17:30 til 18:30, frjáls mæting innan þess klukkutíma og hver og einn gengur á sínum hraða.

Þátttaka ókeypis

Skráning