Farið um Heilagsdal

17. – 19. ágúst. Heilagsdalur (3 skór)
Helgarferð með göngu á Ketildyngju og Bláfjall. 
17. – 19. ágúst. Heilagsdalur (3 skór)
Helgarferð með göngu á Ketildyngju og Bláfjall. Á föstudagskvöldi verður ekið á Heilagsdal og gist þar í ágætum skála Ferðafélags Húsavíkur. Á laugardaginn verður gengið á Bláfjall, 1222 metrar. Þaðan er afar mikið útsýni enda gnæfir fjallið hátt yfir umhverfi sitt. Um kvöldið verður gist aftur í skálanum og á sunnudaginn verður gengið upp á Ketildyngju og gígurinn og Fremrinámur skoðuð. Ekið verður heim á sunnudagskvöld.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson
Verð: Kr. 3.600/4.800
Brottför kl. 17.00