Félagsgjöldin og bókin

Jæja kæru félagar. Nú er gíróseðillinn kominn í póst og ætti að berast ykkur strax eftir helgi.

Fljótlega eftir að hann hefur verið greiddur berst bókin til ykkar. Einnig er hægt að koma á skrifstofuna, greiða félagsgjöldin og taka bókina um leið. Eða greiða gíróseðilinn, koma við með greiðslukvittunina og taka bókina. Skrifstofan er opin alla virka daga milli kl 16 og 19.