Ferð á Kaldbak

Minnum á ferð á Kaldbak næstkomandi laugardag, 25. mars.  Kaldbakur er 1167 metra hár og er eitt hæsta fjall við utanverðan Eyjafjörð og af toppi þess er mikið og gott útsýni yfir Eyjafjörð.

Þar sem snjólítið hefur verið að undanförnu er óvíst hvort hægt verður að fara á snjóbíl eins og ráðgert var.  En þá er bara að bregða undir sig betri fætinum og ganga á fjalli.
Brottför kl. 9.  Fararstjóri er Háfdís Pálsdóttir
SKráning og nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins milli kl. 17.30 og 19.00 föstudaginn 24. mars.