FFA efndi til árlegrar göngu á Herðubreið laugardaginn 11. ágúst 2012. Í fyrra og hittifyrra tókst okkur ekki að ganga á drottninguna en nú lék veðrið við okkur. Við ókum um Krepputungu í Herðubreiðarlindir að kvöldi 10. ágúst. Morguninn eftir var ekið að uppgöngunni og haldið upp vestan á fjallið. Gangan upp á tind tók 3 klst. og 10 mínútur. Í hópi FFA voru 22, að fararstjórum meðtöldum. Sjá nánar um ferðina undir: MYNDIR.