Ferð í Dreka

Í miðja síðustu viku voru sleðamenn á ferð í Dreka og létu vit af því að hurð á Snyrtihúsi og Hetti væru opnar og snjór kominn inn í hús.  Var brugðist skjótt við og gerður út leiðangur á fimmtudeginum 21. Feb í Dreka.  Færið var gott  Grafarlandaá opin á vaðinu og menn komnir í Dreka fyrir hádegi.  Snjó var mokað út og hús þurrkuð eins og hægt var.  Mikill snjór er á svæðinu vegvísar nánast  að fara í kaf. Ekkert tjón hlaust af þessari uppákomu því lítið sem ekkert var búið að hlána eftir að hurðir hafa opnast en hvernig það hefur gerst er óútskýrt mál.  Myndir segja meira en mörg orð en þær er að finna á myndasíðu.