Ferð um Þorvaldsdal

Næstkomandi laugardag, 1. apríl er á dagskrá skíðaferð um Þorvaldsdal.  Gangan hefst við Fornhaga í Hörgárdal og þaðan gengið norður Þorvaldsdal, að Stærra- Árskógi.

Það hefur snjóað talsvert síðustu daga og útlit fyrir snjókomu næstu daga og ætti því að geta verið gott skíðafæri á þessum slóðum.
Brottför frá skrifstofu félagsins kl. 8.  Farastjóri er Árni Björnsson.
Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins milli kl. 17.30 og 19.00 föstudaginn 31. mars