Ferðaáætlun 2009

Jæja, gott fólk, nú er loksins ferðaáætlunin fyrir 2009 komin á sinn stað (smellið á tengilinn t.v.) skoðið hana vel og takið frá tíma fyrir ferðirnar sem ykkur líst best á.
Vonumst til að sjá sem flest ykkar í ferðum félagsins á árinu, af nógu er að velja.
Hin árlega ferðakynning verður fimmtudagin 5. febrúar kl. 20.00 í Ketilhúsinu. Gestur okkar í þetta sinn verður hinn landskunni náttúrufræðingur Hjörleifur Guttormsson og mun hann vera með erindi og myndasýningu um valið efni.
Verður þetta auglýst nánar er nær dregur.

Með bestu útivistarkveðjum.

F.h. Ferðanefndar FFA
Roar Kvam
formaður