Ferðakynning Ferðafélags Akureyrar verður haldin fimmtudaginn 31. janúar klukkan 20.00 í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Örn Þór Emilsson kynnir ferðir ársins í máli og myndum. Eftir kaffihlé verður Stefán Gíslason með erindi um fjallvegahlaup og umhverfismál á fjöllum. Kynning á útivistarvörum frá verslunum. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.