Ferðakynning Ferðafélags Akureyrar

Ferðakynning FFA verður haldin fimmtudaginn 7. apríl klukkan 20.00 í Verkmenntaskólanum á Akureyri, gengið inn að vestan. 
Ferðir félagsins árið 2022 kynntar í máli og myndum. Sérstakar barna- og fjölskylduferðir verða einnig kynntar. Forseti Ferðafélags Íslands, Anna Dóra Sæþórsdóttir, verður gestur kvöldsins. Kaffihlé og kynning á útvistarvörum.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.