Ferðir helgarinnar 25-26 júní

Tvær ferðir eru á dagskrá félagsins þessa helgina. Á laugardaginn ......

... verður gengið frá Garðsá, inn Garðsárdal, yfir Gönguskarð að Reykjum í Fnjóskadal. Rútuferð verður að Garðsá frá skrifstofu félagssins og er brottför kl. 9.00. Mæting 8.45. Rúta sækir svo inn að Reykjum við lok ferðar. Verð er 2.500.- kr fyrir félaga en 3.000.- kr fyrir utanfélaga.

Á sunnudaginn verður gengið frá Stöng í Mývatnssveit, norður Laxárdal að Ljótsstöðum. Rútuferð verður frá skrifstofu kl. 9.00 og mæting er einnig kl 8.45. Rútan sækir ferðalanga svo aftur í lok ferðar og skilar þeim til baka á skrifstofu. Verð er 3.300.- kr fyrir félaga en 3.800.- fyrir utanfélaga.

Skráning stendur yfir á skrifstofu félagsins Strandgötu 23 eða í síma 462 2720 milli kl 16 og 19 virka daga.