FFA hlaut styrk frá Norðurorku

Árlega veitir Norðurorka styrki til samfélagsverkefna og hlaut FFA einn slíkan vegna ferða sem sérstaklega eru ætlaðar börnum og fjölskyldum þeirra. Þetta kemur sér afar vel og munu börn og fjölskyldur sem þátt taka í barna- og fjölskylduferðum félagsins sumarið 2022 njóta þess.

Við þökkum kærlega fyrir okkur. Það munar um styrki þegar verið er að þróa nýjar hugmyndir.

Sjá frétt á heimasíðu Norðurorku um styrkveitinguna hér.