FFA setti 2 nýjar mýrabrýr á Lambagötuna

Lengri mýrabrúin, 24 m, frágengin að morgni 25. maí.
Lengri mýrabrúin, 24 m, frágengin að morgni 25. maí.

Við í gönguleiðanefnd FFA settum 2 nýjar mýrabrýr, samtals 43 m, á Lambagötuna þ. 25.05.19. Þar með eru göngubrýrnar á leiðinni fram Glerárdal í Lamba orðnar 12 talsins. Nýju brýrnar eru nærri barmi Glerárgils, um 1,3 km innan bílastæðisins við Heimari-Hlífá.