FFA tekur þátt í Akureyrarvöku

Ferðafélag Akureyrar ætlar að leggja sitt af mörkum á Akureyrarvöku 2022. Félagið boðar því til göngu að Steinmönnum. Gangan hentar flestum og börn og unglingar hafa eflaust gaman að því að spreyta sig og sjá þessa skemmtilegu steinkarla sem standa á Súlumýrunum í 500 m hæð og horfa yfir bæinn okkar. Frá Steinmönnum er mikið og fallegt útsýni í allar áttir.

Sjá nánar um ferðina hér.