Fjöllin umhverfis Glerárdalinn

Brottför kl. kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórar Ingimar Árnason og Karl Stefánsson.Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið er að bænum Þverá í Öxnadal þaðan sem gangan hefst. Gengið er upp með Þveránni og síðan Lambánni og upp á Jökulborg. Þá yfir á Kistufjall, Hrútafjall og niður á Þröm sem skiptir Glerárdal og Skjóldal. Þá er komið að Stórastalli og Glerárdalshnjúk, lokahnykkurinn er að fara upp á Kerlingu og niður að Finnastöðum.Vegalengd um 25 km. Heildarhækkun um 2200 m.