Af ferðakynningu FFA

Góð mæting var á ferðakynningu FFA sem haldin var í VMA
30. mars. Þar voru ferðir ársins kynntar auk sérstakra barna- og fjölskylduferða, raðgöngu og fyrirhugaðra hreyfiverkefna.

Konráð og Frímann sögðu frá ferð sem þeir fóru á Austurlandi í ágúst 2021, áhugaverð frásögn.

Þeir sem ekki komust á kynninguna geta kynnt sér ferðirnar og hreyfiverkefnin á heimasíðu FFA.