Fyrilestur í kaffistofu Amtsbókasafnsins

Frímann Guðmundsson, formaður ferðanefndar, rekur þróun ferðafélagsins og ferðaáætlun gegnum tíðina. Þar hafa áherslur breyst gríðarlega. Meðal annars hafa rútuferðir, sem voru vinsælar meðan bílaeign almennings var minni en í dag, nánast lagst af. Í stað rútuferðanna hafa gönguferðir orðið vinsælastar en í þeim hafa einnig verið talsverðir tískustraumar.