Ganga og opnunarhátíð í Hrauni í Öxnadal

16. júní. Hraun í Öxnadal (1 skór)
Þetta er opnunarhátið vegna stofnunar fólkvangs í landi Hrauns í umsjá Menningarfélagsins Hrauns í Öxnadal ehf. Boðið verður upp á göngu og leiðsögn eins okkar fróðustu manna um þetta svæði. Auk þess verða aðrir menningarviðburðir í tilefni dagsins.
Fararstjóri: Bjarni E. Guðleifsson
Verð: Frítt

Brottför frá skrifstofu FFA kl. 13.30. Mæting á Hrauni kl. 14.00. Lagt af stað í göngunni kl. 15.00


Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins
alla virka daga milli kl. 16.00 og  19.00 eða í
tölvupósti ffa@ffa.is

Ferðanefnd FFA