Gleðilegt ferða- og göngusumar!

 

Ferðfélag Akureyrar tekur upp þráðinn að nýju eftir 4. maí og verður fyrsta ferðin farin 9. maí. Ferðaáætlun 2020 verður fylgt með einhverjum breytingum þó. 

FFA fylgist vel með leiðbeiningum frá Embætti landlæknis, virðir þær, lagar dagskrá og ferðir að þeim og auglýsir breytingar þegar þær verða. Fólk er hvatt til að fyglja þeim reglum sem gilda í þjófélaginu hvað varðar sótthreinsun og bil. 

Farið er í ferðir frá húsnæði FFA við Strandgötu á einkabílum en ekki sameinast í bíla eins og verið hefur á meðan tveggja metra reglan gildir.

Skrifstofa félagsins verður opin frá kl. 11 – 13 í maí.