Glóðafeykir

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Konráð Gunnarsson
Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. 
Glóðafeykir er eitt nafnfegursta fjall í Skagafirði og gaman að skoða betur. Ekið er að bænum Flugumýri. Þaðan er gengið upp norðurhrygg fjallsins og á toppinn. Gott útsýni er yfir Skagafjörðinn. Vegalengd 7 km, gönguhækkun 760 m.