- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
- Umsagnir
Steindyr–Nykurtjörn
18. júlí. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið inn í Svarfaðardal að vestan að Steindyrum. Gengið upp með Þverá og fossinn skoðaður, þaðan upp hlíðina að Nykurtjörn og hún skoðuð. Síðan er farið niður að Húsabakka. 6 km. Hækkun 600m.
Hólshyrna (Álfhyrna) í Siglufirði
19. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið til Siglufjarðar og bílum lagt á bílastæðinu við útsýnisplanið á Saurbæjarási.
Þaðan er gengið upp brattan hrygg Hólshyrnu, síðan inn eftir Hólsfjalli með viðkomu á ýmsum toppum. Farið niður í Skútadalinn og til baka að bílum. 9 km. Hækkun 600 m.
Stórutjarnaskóli – Níphólstjörn
20. júlí. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Konráð Gunnarsson. Verð: 2.500/2.000.
Innifalið: Fararstjórn. Ekið er að Stórutjarnaskóla og gengið þaðan upp hlíðina að vatninu í framhlaupinu og umhverfið skoðað. Stutt ganga og þægileg, lítil hækkun.
Sesseljubúð – Hallgrímur – Háls
21. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórar: Stefán Sigurðsson/Ingimar Árnason.Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.Ferðin hefst á Öxnadalsheiði þar sem sæluhúsið Sesseljubúð stóð. Gengið upp með Grjótá og fylgt Eystri Grjótá að Gilsárskarði. Síðan upp á Varmavatnshólafjall, þaðan sem er frábært útsýni. Þá er farið niður Vatnsdalinn meðfram Hraunsvatni og að bænum Hálsi. 17 km. Hækkun 690 m.
Finnurinn í Ólafsfirði
22. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Helga Guðnadóttir. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið er til Ólafsfjarðar að bænum Ytri-Á. Þaðan er gengið á fjallið Arnfinnsfjall eða Finninn, eins og fjallið er jafnan kallað af heimamönnum. 6 km. Hækkun 690 m.