Gönguvika 2: 23.-27. júlí

Næsta vika er seinni gönguvikan okkar. Farið verður í þægilegar kvöldgöngur á hverjum degi, mánudag til föstudags og er brottför alla daga kl. 19 frá skrifstofu FFA, Strandgötu 23.

Gönguvikan hefst á mánudaginn með söguferð um Innbæinn undir leiðsögn Harðar Geirssonar. Keyrt verður frá skrifstofu FFA að ísbúðinni Brynju þar sem gangan hefst. Verð: 1000/500. Hvetjum sem flesta til að taka þátt. Skráning á www.ffa.is

 

Dagskrá vikunnar er:

23. júlí: Innbærinn - Sagan

24. júlí: Vaðlareitur

25. júlí: Fálkafell - Steinmenn

26. júlí: Sölvadalur

27. júlí: Eyrin