Gönguvika FFA 18.-22. júní

18. júní: Gásir - Skipalón

Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Björn Vigfússon sögumaður og Þorgerður Sigurðardóttir
Gásir við Eyjafjörð var verslunarstaður á miðöldum og má þar sjá friðlýstar fornleifar. Gengið um svæðið, rýnt í söguna og ummerki fornrar byggðar skoðuð. Síðan verður gengið að Skipalóni en sá staður kemur við sögu í bókum Jóns Sveinssonar, Nonni og Manni. Þægileg ganga en þó um gróið land, fjöru, tún og móa. Gott að vera í góðum skóm og með göngustafi.
Vegalengd: 7-8 km. Gönguhækkun óveruleg. Selflytja þarf bíla á milli staða, en það er örstutt.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.

 

19. júní: Sólstöðuganga í Hrísey

Brottför kl. 18:30 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jóhannes Áslaugsson og Marína Sigurgeirsdóttir.
Ekið út á Árskógssand þaðan sem ferjan fer kl. 19.30. Gengið suður og austur í gegn um þorpið með staðkunnugu leiðsögufólki. Síðan er haldið norður gönguleið austan á eynni norður að Borgabrík, þaðan til baka inn í þorpið. Gott útsýni yfir á Látraströnd og inn Eyjafjörð. Nestisstopp; staður fer eftir veðri. Ferjan tekin til baka kl. 23.00.
Verð: Samkvæmt gjaldskrá í ferjuna.

 

20. júní: Þingmannavegur

Brottför kl. 18 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Jóhanna Ásmundsdóttir
Ekið að Systragili í Fnjóskadal. Þaðan verður gengið yfir Vaðlaheiði, komið niður við Eyrarland Eyjafjarðarmegin. Þetta er gömul þjóðleið og því tilvalið að skoða gömlu steinbrúna, grjóthleðslu frá 1871. Að mestu er gengið eftir slóðum. Endað er á því að ganga frá Eyrarlandi að Skógarböðunum þar sem gert er ráð fyrir að borða á Skógur Bistro og fara í Skógarböðin á eftir. Rútan sækir svo hópinn kl. 22. Ef fólk vill skilja eftir bíla við Skógarböðin í upphafi ferðar þá er hægt að taka rútuna þaðan á leið austur.
Vegalengd alls um 13 km. Gönguhækkun um 530 m.
Verð: 6.500/8.000. Innifalið: Rúta og fararstjórn. Ekki innifalið: Matur og aðgangur að Skógarböðunum.

 

21. júní: Draflastaðafjall

Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Herdís Zophoníasdóttir
Gengið frá bílastæði efst á Víkurskarði upp á fjallið og síðan eftir fjallinu eins og hugurinn girnist. Þarna geta verið falleg sumarkvöld.
Gönguland: Gróður, gengið utan slóða. Sama leið farin til baka.
Vegalengd alls 5-8 km. Gönguhækkun: 400 m.
Verð: 2.000/3.500. Innifalið: Fararstjórn.
Þessi ferð er einnig í gönguleiknum Þaulanum 2024.

 

22. júní: Sölstöðuganga á Múlakollu

Brottför kl. 20 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Bernard Gerritsma og Bóthildur Sveinsdóttir
Gengið upp á Múlakollu frá gamla Múlaveginum, upp dalinn norðan Brimnesár. Geysimikið útsýni er til allra átta af hátindi kollunnar. Sama leið farin til baka.
Vegalengd: 8 km. Gönguhækkun: 930 m.
Verð: 2.500/4.000. Innifalið: Fararstjórn.