Gönguvika tvö hefst í dag!

Gönguvika 2
Gönguvika 2

Það verður nóg að gera í þessari síðustu heilu viku í júlí. Seinni gönguvika ferðafélagsins er hafin og fyrsta ferð hennar er í kvöld kl 19.00. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá vikunnar og við hvetjum auðvitað sem flesta til að taka þátt í hressandi ferðum um okkar fallega nágrenni.

Þverárgil. skor Myndir
24. júlí. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. 
Verð: 1.000/500 Innifalið: Fararstjórn.
Hrappstaðafoss. skor skor Myndir
25. júlí. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. 
Verð: 1.000/500 Innifalið: Fararstjórn.
Haus, Staðarbyggðarfjall 420 m  skor skor Myndir
26. júlí. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Verð: 1.000/500 Innifalið: Fararstjórn.

Vaðlareitur. skor Myndir
27. júlí. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. 
Verð: 1.000/500 Innifalið: Fararstjórn.

Raðganga 2: Krossastaðir - Skíðastaðir skor skor skor Myndir
29. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið að Krossastöðum á Þelamörk og gengið upp með Krossastaðaánni og á Hlíðarfjall, þaðan niður að Skíðastöðum11 km. Hækkun 1080m, Mesta hæð 1110 m.

Ystuvíkurfjall - Laufáshnjúkur. 3ja tinda ferð fjall mánaðarins skor skor skor Fjall Myndir
29. júlí. Brottför kl. 8
á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. 
Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið er að bílastæðinu á Víkurskarði, gengið á Ystuvíkurfjall og þaðan norður eftir tindunum Kræðufelli og Laufáshnjúki og endar gangan í Laufási. 13 km

Utan gönguvikunnar verða einnig farnar tvær stórar ferðir frá okkur upp á hálendið, önnur þeirra er hinn frægi Öskjuvegur og hin er svokölluð Bræðrafellsleið. Stuttar lýsingar má smá hér:

Öskjuvegur 1. skor skor skor Myndir
28. júlí – 1. ágúst. Brottför kl. 17
með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Verð: 81.000/75.000. Innifalið: Akstur, flutningur, gisting og fararstjórn.
Skráningargjald kr. 10.000 greiðist við bókun. Lágmarksfjöldi: 10.
Gist í skálum og gengið með lágmarksbúnað og svefnpoka, ekið er með farangur á milli skála.
1.d. Ekið í Dreka, skála FFA austan Dyngjufjalla, með viðkomu í Herðubreiðarlindum. 
2.d. Gengið frá Drekagili, yfir Dyngjufjöll að Öskju og ef til vill farið í sund í Víti. Hópurinn sóttur á bílastæðið við Öskjuop og keyrður til baka að Dreka.
3.d. Ekið í Öskjuop, gengið yfir Dyngjufjöll um Jónsskarð og í Dyngjufjalladal. Gist í Dyngjufelli. 14 km.
4.d. Gengið norður Dyngjufjalladal í Suðurárbotna. Gist í Botna. 20-22 km.
5.d. Gömlum jeppaslóða fylgt niður um Suðurárbotna og meðfram Suðurá að Svartárkoti. 15-16 km.Ekið til Akureyrar.

Bræðrafell. skor skor skor Myndir
28. - 30. júlí. Brottför kl. 8
á einkabílum (jeppum) frá FFA, Strandgötu 23. 
Verð: . 7.500/5.000. Innifalið: Gisting og fararstjórn.
1. d. Ekið frá Akureyri í Herðubreiðarlindir. Eftir hressingu er gengið í Bræðrafell  17 km um hraun fremur gott yfirferðar. Gist í Bræðrafelli
2. d. Gengið um Bræðrafellið og hinar ýmsu jarðmyndanir skoðaðar þaðan á  Kollóttudyngju og hinn stóri gígur litinn augum. 
3. d.Þá er gengið meðfram Herðubreið í Herðubreiðarlindir og á leiðinni skoðaðir margir gígar, dríli og hellar og síðan er ekið heim á leið.

Það er alveg ljóst að það þarf engum að leiðast í vikunni og nú er um að gera að skrá sig og vera með - það er allavega ekki hægt að bera fyrir sig slæmu veðri þessa dagana.