Grjótárhnjúkur í Hörgárdal, 1199 m. Fjall mánaðarins - Frestað um viku

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.

Fararstjóri: Grétar Grímsson.
Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið er að Staðarbakka og áfram jeppaslóð að Ásgerðarstaðaseli og þar meðfram túnum. Farið er yfir Hörgána á móts við Grjótárdal (oftast hægt að fara á bíl yfir ána) og gengið fram dalinn. Farið er yfir Grjótána og upp á suðuröxl hnjúksins og síðan gengið til norðurs út á Grjótárhnjúkinn. Mikið útsýni yfir Hörgárdalinn.
Hækkun 870 m. Vegalengd alls 17 km.