Gullvegur

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson
Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500. Innifalið: Fararstjórn. 
Gullvegurinn er gömul reiðleið frá Helluvaði í Mývatnssveit vestur að Arndísarstöðum í Bárðardal. Vegurinn var gerður með handverkfærum á árunum 1879 - 1897, sett ræsi á læki, steinum rutt úr vegi og grafnir vegarskurðir. Staldrað er við hjá eyðibýlunum og saga þessara heiðarbýla rifjuð upp. Vegalengd um 20 km.