Haustlitaferð í Jökulsárgljúfur, Hólmatungur - Ásbyrgi.

Farið er með rútu í Hólmatungur í Jökulsárgljúfrum.  Siðan er gengið niður með gljúfrum Jökulsár á Fjöllum en hún hefur mótað það fjölbreytta landslag sem við göngum um í miklum jökulflóðum.  Gengið er um Hólmatungur, Vesturdal, Hljóðakletta, farið um Kvíar og komið að Klöppunum þar sem sést yfir furðusmíðina Ásbyrgi.  Falleg haustlitaferð í stórbrotnu og smáfríðu landslagi sem varla á sínn líka hér landi. Vegalengd um 19 km.
Fararstjóri: Örn Þór Emilsson.
Verð: kr. 8.900 / kr. 8.400  kr.
Innifalið: Fararstjórn og akstur.
Brottför frá FFA kl. 8.00