Héðinsfjörður á laugardag

Margir hafa skráð sig í ferð okkar á laugardaginn, en þá á að ganga í Héðinsfjörð frá Kleifum í Ólafsfirði.Gengið verður yfir Vatnsendaskarð á leið til Héðinsfjarðar en um Rauðskörð til baka. Reiknað er með að ferðin taki um 12 tíma, 10 tíma á göngu og 2 tíma í keyrslu fram og tilbaka. Það fer þó mjög eftir aðstæðum. Fararstjóri er Una Sigurðardóttir sem er vel kunnug á þessum slóðum. Brottför er kl 8 frá skrifstofu félagsins að Strandgötu 23 og skráning er til kl 19 í kvöld.  Ferðin kostar 1.300 kr en 1.000 kr fyrir félagsmenn FÍ og deilda þess. Um frekar krefjandi ferð er að ræða, en hún er gráðuð 3 skór af 4 mögulegum.