Helgarnámskeið í rötun á vegum FFA 15. og 16. maí

Tími: 9.00 - 15.00 báða dagana.

Markmiðið með námskeiðinu er að kenna grunnatriði í rötun.

Á laugardeginum verður farið í kortalestur, mælikvarða, útreikning vegalengda, bauganet jarðar, áttavitastefnur og misvísun. Einnig verður fjallað um hvernig nota megi sól og tungl sem áttavita, svo og pólstjörnuna. Að lokum hvernig reikna má út flóð og fjöru þegar gengið er meðfram strönd. Endað verður á skriflegu lokaprófi til upprifjunar.

Á sunnudeginum verður farið út, þá fá þátttakendur hagnýta reynslu í að nota áttavita, kort, GPS tæki og loks að taka stefnu eftir sólinni.

Þátttakendur þurfa að koma með áttavita, reglustiku, skriffæri, GPS tæki og reiknivél.

Ingvar Teitsson sér um námskeiðið sem verður haldið í húsnæði FFA, Strandgötu 23.

Skráning er á ffa@ffa.is til 12. maí kl. 17 (nafn, kennitala og símanúmer). Gert er ráð fyrir að greitt verði fyrir námskeiðið þegar skráningu lýkur, krafa verður stofnuð í netbanka.

Verð: 8.000 kr. fyrir félaga í FFA og maka / 12.000 kr. fyrir aðra.

Innifalið: Kennsla, kort, matur (súpa í hádegi), kaffi og meðlæti.