Herðubreið

Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Verð: Í húsi: 11.500/7.500. Í tjaldi: 7.000/5.000. Innifalið: Gisting og fararstjórn. 
Árleg ferð FFA á þjóðarfjallið. Ekið í Herðubreiðarlindir og gist þar í eina nótt í tjöldum eða skála. Gengið á Herðubreið, 1682 m, á laugardegi og haldið heim. Hjálmur, broddar eða klær og ísexi er nauðsynlegur búnaður. Hækkun um 1000 m.