Ferðinni sem átti að fara á Herðubreið 14.-15. ágúst hefur verið aflýst vegna ófærðar og slæmrar veðurspár. Mikið grjóthrun er enn í hlíðum fjallsins og einning er mikill snjór enn í uppgöngunni og ofan á flatanum. Þar að auki er veðurspáin fyrir helgina ekki góð svo aðstæður til að fara á fjallið eru nokkuð vonlausar. En við reynum aftur að ári og vonum að þá verði betri tíð.