Hjóla og jeppaferð

Á dagskrá félagsins næstu helgi, 5.-7. ágúst, eru 2 ferðir, hjólaferð í Hrísey  á laugardaginn og jeppaferð í Dreka og Kverkfjöll frá föstudegi til sunnudags.

Brottför í Hrísey er frá skrifstofu kl 9.00 á laugardaginn. Keyrt verður á Árskógssand á einkabílum og ferjan tekin þaðan yfir. Hjólaður verður góður hringur um eyjuna. Þetta er ferð við allra hæfi og fararstjóri er Hafdís Pálsdóttir. Verð er 1.000 kr fyrir félagsmenn og 1.300 kr fyrir aðra, fyrir utan ferjuna.

Brottför í jeppaferðina er einnig frá skrifstofu en kl. 13.00 á föstudeginum. Keyrt verður í Dreka á föstudaginn og gist í nýja skálanum þar. Stoppað verður eitthvað á leiðinni, t.d. í Mývatnssveit en þar er einmitt síðasti sjens að fylla á tankinn. Á laugardeginum verður keyrt inn í Kverkfjöll og eitthvað litast um þar og gist svo aftur í Dreka um nóttina. Á sunnudeginum verður síðan haldið heim á leið, og fer það eftir veðri og vindum og hópnum hvaða leið verður valin. Fararstjóri er Ingimar Árnason. Verð er 3.500 kr fyrir félagsmenn en 4.000 kr fyrir aðra.

Nánari upplýsingar um ferðirnar fást á skrifstofunni, s. 462 2720, milli 16 og 19 virka daga.

Skráning er nauðsynleg í ferðirnar og stendur hún til kl 19 á föstudaginn.