Hlíðarfjall 9. júlí

Rúmlega 50 manns gengu upp á brún Hlíðarfjalls á ýmsum aldri þann 9. júlí og var lagt af stað kl. 19.00. Gengið var upp með Fjarkanum og síðan slóð frá Stýtu og upp á brún. Blíðskapar veður var logn og kvöldsól. Einnig var gengið norður að vörðu og útsýnis og verðurblíðu notið.  Fararstjóri var Frímann Guðmundsson og myndir eru á myndasíðu.