Hólshyrna (Álfhyrna) í Siglufirði

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. 
Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið til Siglufjarðar og bílum lagt á bílastæðinu við útsýnisplanið á Saurbæjarási. 
Þaðan er gengið upp brattan hrygg Hólshyrnu, síðan inn eftir Hólsfjalli með viðkomu á ýmsum toppum. Farið niður í Skútadalinn og til baka að bílum. 9 km. Hækkun 600 m.