Bók um Hraun í Öxnadal – Fólkvangur, tilboðsverð

Í næsta mánuði mun koma út bókin Hraun í Öxnadal – Fólkvangur, þar sem meðal annars er lýst 18 gönguleiðum um svæðið. Höfundur er Bjarni E. Guðleifsson. Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út sem er 288 síðna kilja með 200 ljósmyndum og 20 kortum. Bókin mun kosta kr. 5.680 en bókaútgáfan vill gefa meðlimum í Ferðafélögum kost á að kaupa bókina á kr. 4.000 verði hún greidd fyrir 5. júlí.

Bókina má panta í netfanginu holar@holabok.is eða í síma 692-8508. Áhugasamt Ferðafélagsfólk myndi síðan nálgast bókina á skrifstofu Ferðafélagsins á  milli 20. júlí og 20. ágúst. Vilji menn fá hana heimsenda bætast kr. 500 við verðið. Hægt er að greiða fyrir bókina með greiðslukorti eða með því að leggja inn á reikning 565-26-798 (kt: 500797-2319) og senda þá jafnframt staðfestingu á ofangreint netfang.