Hraunþúfuklaustur - Vesturdalur

Söguferð
27. júlí. Brottför kl. 8 í rútu frá FFA Strandgötu 23. 
Fararstjórar: Hjalti Pálsson og Grétar Grímsson
Verð: 9.600/10.100. Innifalið: Akstur og fararstjórn.
Farið er með fjallarútu að Þorljótsstöðum og farinn fjallvegur F752 inn fyrir Stafnsvötn. Þaðan er svo gengið um sléttlendi að brún Vesturdals og þar niður hlíðina sem er all brött. Þegar niður kemur þarf að vaða Runukvísl og Hraunþúfuá til að komast að rústasvæðinu. Eftir að hafa skoðað svæðið er haldið til baka niður með Runukvísl og hún vaðin ofan Lambár. Þá verður fornbyggðin í Vesturdal skoðuð á leiðinni að Þorljótsstöðum þar sem bíllinn bíður.