Kaldbakur, 1173m. Göngu- eða skíðaferð(fjall mánaðarins)

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri:  Karl Stefánsson.
Verð: 2.500/2.000 Innifalið: Fararstjórn.
Kaldbakur er fjall Eyjafjarðar með útsýni allt austur á Langanes og inn á hálendi Íslands. Hann er talinn vera ein af orkustöðvum Íslands og ferð upp á hann er ógleymanleg lífsreynsla. Þar er stór landmælingavarða hlaðin af dönsku landmælingamönnunum árið 1914.
Vegalengd 10 km, hækkun 1.100 m.