Kerling

Gönguferð á Kerlingu er á dagskrá félagsins laugardaginn 20.ágúst.

Brottför er kl 8.00 frá skrifstofu félagsins og verður ekið á einkabílum að Finnastöðum þaðan sem gangan hefst. Kerling er hæsta fjall Eyjafjarðarsýslu, 1538m að hæð. Gengið verður suðaustanmegin á fjallið og sömu leið til baka. Fararstjóri er Vignir Víkingsson.

Verð fyrir félaga eru 1.000.- kr en 1.300.- kr fyrir aðra.

Skráning er virka daga milli 16 og 19 á skrifstofu og í síma 462 2720.