Kynning á skíðagönguferðum FFA 2023

Margar ólíkar skíðagönguferðir eru í boði fyrripart ársins á vegum FFA sem nokkrir fararstjórar munu kynna í máli og myndum þann 12. janúar klukkan 20 að Strandgötu 23. Vert er að benda sérstaklega á þriggja daga skíðaferð í Laugafell í apríl en nokkuð er síðan boðið var upp á lengri skíðagönguferð hjá FFA.

Auk þess verður kynning á fjallaskíðanámskeiði sem hefst 21. febrúar.

Heitt á könnunni.