Lambárbrú tilbúin

Brúin á Fremri-Lambá á Glerárdal endurbyggð. Ferðafélag Akureyrar hefur um áratugaskeið séð um göngubrúna á Fremri-Lambá á Glerárdal að sunnan (austan). Veturinn 2006-07 sópaðist brúin burtu í flóði. Á pálmasunnudag 2008 sá FFA um flutning á nýjum brúarbitum og öðru efni fram á Glerárdal. Sunnudaginn 28. júní sl. var síðan farið á vegum Gönguleiðanefndar FFA að Fremri-Lambá og brúin endurbyggð. Nýja brúin er gerð úr tveimur raflínustaurum og eru kambstálsbitar negldir ofan á staurana. Auk þess var kvísl úr Fremri-Lambá veitt undir brúna. Er gönguleiðin fram í Lamba, skála FFA á Glerárdal, þar með orðin greiðfær á ný.