Laugardagur 2. maí - Skíða- eða gönguferð á Draflastaðafjall

Laugardaginn 2. maí verður gengið frá bílastæði efst í Víkurskarði og upp á fjallið, notið útsýnis og genginn góður hringur á fjallinu ef skíðafæri er gott.
Fararstjóri í ferðinni er Gunnar Halldórsson. Verð er kr. 1.500,-, en kr. 1.000,- fyrir félagsmenn FFA.
Farið verður frá FFA kl. 9:00.